Eric Dier, leikmaður Englands, hefur rifjað upp tap liðsins gegn Íslandi á EM 2016 í 16-liða úrslitum keppninnar.
Ísland kom öllum á óvart og sló England úr leik áður en við töpuðum gegn Frökkum í 8-liða úrslitunum.
Dier undirbýr sig nú fyrir keppni á HM í Katar en hefur áður viðurkennt að eitt hans versta augnablik á ferlinum hafi verið tapið gegn Íslandi.
,,Ég var 21 árs gamall á þessum tíma og þetta var frábær reynsla fyrir mig en mjög svekkjandi mót fyrir England, ég lærði mikið,“ sagði Dier.
,,HM í Rússlandi var frábær endurkoma eftir EM 2016 og síðan þá höfum við verið á uppleið.“
,,Fólk spyr mig reglulega hvort ég hafi verið vonsvikinn með að komast ekki á síðasta EM en það var augljóslega rétta ákvörðunin því þeir komust í úrslit.“