Gareth Southgate mun hætta sem landsliðsþjálfari Englands eftir HM í Katar, sama hvað gerist á mótinu.
Þetta segir Sam Allardyce, fyrrum landsliðsþjálfari liðsins, en Southgate hefur á sínum tíma sem landsliðsþjálfari náð góðum árangri.
Allardyce telur að það sé kominn tími á Southgate og að hann átti sig sjálfur á því og mun stíga til hliðar í desember.
,,Ef Southgate vinnur ekki HM þá mun hann segja upp sem landsliðsþjálfari Englands,“ sagði Allardyce.
,,Jafnvel þó hann vinni mótið ekki þá mun hann einnig hætta því hann getur hætt á góðan hátt. Það væri frábær leið til að segja skilið við liðið.“