Það var taumlaus gleði í Íþróttavikunni með Benna Bó á föstudagskvöld. Þátturinn er sýndur alla föstudaga og hefur notið vinsælda.
Einar Örn Jónsson, íþróttafréttamaður á RÚV og Bragi Þórðarson, Formúlu lýsandi voru gestir hjá Benna.
„Við tæklum þetta vonandi með sóma, við sýnum alla leikina,“ segir Einar Örn sem verður lykilmaður hjá RÚV í kringum Heimsmeistaramótið í Katar.
Leikirnir hefjast klukkan 10:00 á morgnana, síðan er leikið klukkan 13:00, 16:00 og 19:00. Það verður því maraþon útsendingar á RÚV.
„64 leiki talsins, við byrjum með stúdíó eftir leik eitt og út daginn.“
Fókusinn hefur verið á mál utan vallar í Katar en nú virðist fótboltinn vera að fá meiri athygli. „Fiðringurinn er fyrst að koma núna, deildarkeppnirnar voru þangað til á sunnudag að klárast. Leikmannahóparnir að taka á sig mynd. Núna er fyrst hægt að hella sér í að skoða liðin,“ segir Einar.
Umræðan um HM er í heild hér að neðan.