Katar 0 – 2 Ekvador
0-1 Enner Valencia(’16, víti)
0-2 Enner Valencia(’31)
Opnunarleik HM í Katar er nú lokið en heimamenn spiluðu þá við Ekvador í eina leik dagsins.
Loksins er HM farið af stað og verður mikið af leikjum í riðlakeppninni spilaðir á næstu dögum.
Ekvador byrjar mótið sterkt gegn gestgjöfunum og fögnuðu 2-0 sigri með tvennu frá Enner Valencia.
Valencia er nafn sem margir kannast við en hann lék lengi vel með West Ham á Englandi.
Leikurinn var heilt yfir alls engin skemmtun og vonandi er meira fjör handan við hornið.