fbpx
Fimmtudagur 06.mars 2025
433Sport

De Gea steinhissa eftir skilaboð frá forsetanum – Sagði hann hafa lagt hanskana á hilluna

Victor Pálsson
Sunnudaginn 20. nóvember 2022 11:15

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

David de Gea, markvörður Manchester United, var steinhissa er hann fékk skilaboð frá forseta spænska knattspyrnusambandsins í vikunni.

Þetta segir blaðamaðurinn Jose Alvarez en hann ræddi málið í samtali við El Chiringuito.

De Gea var ekki valinn í landsliðshóp Spánar fyrir HM í Katar en Luis Enrique, landsliðsþjálfari, treystir ekki á hans þjónustu.

De Gea hafði aldrei gefið út að hann væri hættur með landsliðinu en af einhverjum ástæðum var það hugsun spænska sambandsins.

,,David, ég er glaður með að þú hafir loksins tekið ákvörðun sem þú hefur hugsað um lengi. Mér hefur verið tjáð að þú sért að kveðja landsliðið,“ voru skilaboð Luis Rubiales, forseta sambandsins til De Gea.

De Gea svaraði mjög skýrt og hafði ekki hugmynd um hvað Rubiales væri að tala um en hann gaf kost á sér á HM í Katar og hefur ekki tekið ákvörðun um framhaldið.

,,Stjórinn tjáði mér að hann ætlaði ekki að treysta á mig en ég hef aldrei neitað landsliðinu og það er ekki planið, ef ég er kallaður í liðið,“ var svar De Gea.

De Gea á að baki 45 landsleiki fyrir Spán en lék síðast fyrir liðið í Þjóðadeildinni fyrir tveimur árum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Barnaníðingur Eyi fær 155 milljón króna sekt

Barnaníðingur Eyi fær 155 milljón króna sekt
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Jónas Grani rekinn í Belgíu í upphafi árs – „Ég mun aldrei gefa eftir varðandi mikilvægi þess að varðveita viðkvæmar upplýsingar“

Jónas Grani rekinn í Belgíu í upphafi árs – „Ég mun aldrei gefa eftir varðandi mikilvægi þess að varðveita viðkvæmar upplýsingar“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Stuðningsmenn Milwall með subbulega hegðun – Fögnuðu því að maður hefði endað á spítala

Stuðningsmenn Milwall með subbulega hegðun – Fögnuðu því að maður hefði endað á spítala
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hjónabandið í vaskinn eftir að hann perraðist í samstarfskonu – „Ég vil sjá þig í bikiní, þú getur ekki skammað mig fyrir það“

Hjónabandið í vaskinn eftir að hann perraðist í samstarfskonu – „Ég vil sjá þig í bikiní, þú getur ekki skammað mig fyrir það“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þetta er upphæðin sem Liverpool þarf að reiða fram í sumar

Þetta er upphæðin sem Liverpool þarf að reiða fram í sumar
433Sport
Í gær

Sjáðu laglegt mark Hákonar á stærsta sviðinu

Sjáðu laglegt mark Hákonar á stærsta sviðinu
433Sport
Í gær

Góð tíðindi fyrir Liverpool

Góð tíðindi fyrir Liverpool
433Sport
Í gær

Hendir fram kenningu í kjölfar fréttafársins í kringum Kjartan – „Þá skal ég hundur heita“

Hendir fram kenningu í kjölfar fréttafársins í kringum Kjartan – „Þá skal ég hundur heita“