Gabriel Martinelli, leikmaður Arsenal, segir að Barcelona hafi ekki viljað semja við sig áður en hann samdi á Englandi árið 2019.
Martinelli kostaði Arsenal sex milljónir punda árið 2019 og hefuir síðan þá orðið einn af lykilmönnum liðsins.
Barcelona gat fengið Martinelli í sínar raðir en ákvað að hafna tækifærinu sem gætu reynst mistök af hálfu félagsins.
,,Ég fór til akademíu Barcelona. Ég æfði með Ansu Fati þegar ég fór þangað, við urðum vinir og ég var þarna í 15 daga,“ sagði Martinelli.
,,Þetta gekk ekki upp og þeir vildu ekkert með mig hafa. Fjórum eða fimm mánuðum seinna samdi Arsenal við mig.“