Leikmaðurinn Iliman Ndiaye er ekki maður sem margir kannast við en hann spilar með Sheffield United á Englandi.
Ndiaye hefur spilað með Sheffield undanfarin þrjú ár en hann var fyrir það hjá Boreham Wood í ensku utandeildinni.
Ndiaye lék þar frá 2016 til 2019 en var einnig á mála hjá Marseille á sínum yngri árum.
Miðjumaðurinn hefur náð ótrúlegum árangri á stuttum tíma og mun nú leika með Senegal á HM í Katar.
Fyrir aðeins tveimur árum var Ndiaye á mála hjá Hyde United í láni frá Sheffield en það er annað utandeildarlið.
Leikmaðurinn fékk tækifæri fyrir aðallið Sheffield á síðustu leiktíð og skoraði sjö mörk í 30 deildarleikjum.
Hann hefur gert mun betur á tímabilinu til þessa og er með níu mörk í 21 leik sem er frábær árangur fyrir miðjumann.