Vængmaðurinn eftirsótti Mykhailo Mudryk er orðinn einn vinsælasti leikmaður á meðal stuðningsmanna Arsenal.
Mudryk spilar með liði Shakhtar Donetsk í Úkraínu og er sterklega orðaður við enska stórliðið þessa dagana.
Stuðningsmenn Arsenal vilja sjá Mudryk í treyju liðsins og eru duglegir að tjá sínar tilfininngar á samskiptamiðlum.
Mudryk viðurkennir að hann hafi aldrei fengið eins athygli á ferlinum og veit sjálfur vel af áhuga stuðningsmanan enska liðsins.
,,Það sem kom mér verulega á óvart var þegar stuðningsmenn Arsenal byrjuðu að fylgja mér á samskiptamiðlum,“ sagði Mudryk.
,,Það eru engir stuðningsmenn sem hafa látið jafn mikið í sér heyra. Þeir segjast vera að bíða eftir mér og segja mér að koma. Ein af mínum nýjustu færslum var með 500 komment sem sögðu þetta.“