Cristiano Ronaldo, leikmaður Manchester United, var fyrr á tímabilinu settur í þriggja leikja bann af félaginu eftir hegðun hans í leik gegn Tottenham.
Ronaldo neitaði að koma inná sem varamaður undir lokin í 2-0 tapi, eitthvað sem félagið tók ekki vel í og setti hann í straff.
Sonur Ronaldo, Cristiano yngri, ræddi við föður sinn stuttu eftir atvikið en Ronaldo segir frá skemmtilegri sögu í viðtali við Piers Morgan.
,,Ég man eftir því að hafa komið heim og Cristiano sá mig og spurði mig hvort ég væri ekki á leið á leikinn. Ég svaraði neitandi og sagði að félagið væri búið að setja mig í þriggja leikhja bann,“ sagði Ronaldo.
,,Hann spurði svo: ‘Hvernig ætla þeir að refsa þér þegar þú ert besti leikmaður heims og færð ekki að spila?’
,,Ég sagði að hegðun mín hafi ekki verið í lagi og hann var mjög undrandi. Ég sé eftir þessu, ég biðst afsökunar, ég er ekki fullkominn og geri mistök.“
,,Að setja mig í þriggja leikja bann fyrir þetta var of mikið, þeir kveikja í umræðunni fyrir fjölmiðla og það var mjög svekkjandi.“