Kylian Mbappe er langt frá því að vera upp á sitt besta sem leikmaður að sögn Luis Campos, yfirmanns knattspyrnumála Paris Saint-Germain.
Mbappe hefur lengi verið einn allra besti leikmaður heims en hann er enn aðeins 23 ára gamall.
Campos telur að Mbappe eigi mikið inni og gæti sýnt það á HM í Katar sem hefst á morgun.
,,Mbappe er ennþá bara 40 eða 50 prósent af þeim leikmanni sem hann getur orðið,“ sagði Campos.
,,Ég segi honum þetta á hverjum einasta degi. Hann getur gert svo miklu meira því þetta er leikmaður sem er ekki búinn að æfa alla eiginleikana.“
,,Þegar hann var 16 ára gamall var hann alhliða leikmaður. Líkamlega var hann sterkur og var með leikskilning á við 26 ára gamlan leikmann.“