Sóknarmaðurinn öflugi Patrik Johannessen er á leið til Breiðabliks og gengur í raðir liðsins frá Keflavík.
Þetta kemur fram í hlaðvarpsþættinum Dr. Football en Patrik mun færa sig um set fyrir metfé.
Samkvæmt heimildum Dr. Football mun Patrik kosta 11 milljónir króna sem er met fyrir leikmann innanlands.
Patrik er færeyskur landsliðsmaður en hann skoraði 12 mörk í 22 leikjum fyrir Keflavík í sumar.
Patrik er 27 ára gamall og á að baki 12 landsleiki fyrir Færeyjar.
🇫🇴Patrik Johannesen er á leið til Breiðabliks frá Keflavík fyrir metfé. Kaupverðið er samkvæmt okkar heimildum 11 milljónir. pic.twitter.com/ShYri4pH4j
— Dr. Football Podcast (@drfootballpod) November 19, 2022