Lettland 1 – 1 Ísland (Ísland sigrar eftir vítakeppni)
0-1 Ísak Bergmann Jóhannesson(’62, víti)
1-1 Andrejs Ciganiks(’67)
Íslenska karlalandsliðið var ekki sannfærandi í Lettlandi íd ag er liðið spilaði við heimamenn í Baltic bikarnum.
Um var að ræða úrslitaleikinn sjálfan þar sem Ísland lék mannif fleiri í meira en klukkutíma.
Raimonds Krollis fékk að líka rauða spjaldið hjá Lettum á 27. mínútu en það má deila um þann dóm.
Ísland tók forystuna á 62. mínútu en Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði þá úr vítaspyrnu.
Lettland jafnaði metin aðeins fimm mínútum síðar er Andrejs Ciganiks skoraði og tryggði vítaspyrnukeppni.
Þar höfðu íslensku strákarnir betur en þeir skoruðu úr öllum sínum spyrnum og unnu að lokum 8-7.
Patrik Gunnarsson varði síðustu spyrnu Letta og reyndist hetjan að lokum.