Gregg Berhalter, landsliðsþjálfari Bandaríkjana, hefur tjáð sig um fyrsta verkefni liðsins á HM í Katar.
Bandaríkin munu þar spila við landslið Wales sem er með marga leikmenn í ensku úrvalsdeildinni innanborðs.
Berhalter gerir sér grein fyrir því og sér lítinn mun á að spila við Wales og lið sem er einmitt í úrvalsdeildinni.
Bandaríkin eru talið vera sigurstranglegra liðið fyrir leikinn en leikurinn fer fram næsta mánudag.
,,Ég tel, allavega fyrir Bandaríkjamenn, að Wales sé mjög vanmetið lið,“ sagði Berhalter við blaðamenn.
,,Þegar ég horfi á liðið þá er þetta bara lið í ensku úrvalsdeildinni. Þetta er góður hópur. Þeir hafa spilað á stórmóti áður og þekkja þá tilfinningu. Ég veit að verkefnið verður erfitt.“