Mynd af bakverðinum Luke Shaw vakti verulega athygli í vikunni í myndatöku enska landsliðsins fyrir HM í Katar.
Þar mátti sjá ýmis húðflúr á vinstri handlegg Shaw og þar á meðal Coco Pops apann sem margir ættu að kannast við.
Coco Pops hefur lengi verið einn vinsælasta morgunkornið en fáir virtust skilja af hverju Shaw væri með apann flúraðan á handleggnum.
Shaw hefur nú útskýrt sitt mál og segir það vera syni sínum að þakka sem elskar morgunkornið meira en flest annað.
,,Sonur minn er heltekinn af Coco Pops, hann borðar þetta mikið á morgnana og ég hélt að það væri nokkuð svalt ef hann hefði áhuga á húðflúrunum mínum,“ sagði Shaw.
Myndir af þessu má sjá hér.