Það var taumlaus gleði í Íþróttavikunni með Benna Bó á föstudagskvöld. Þátturinn er sýndur alla föstudaga og hefur notið vinsælda.
Einar Örn Jónsson, íþróttafréttamaður á RÚV og Bragi Þórðarson, Formúlu lýsandi voru gestir hjá Benna.
Farið var yfir landsleikinn í vikunni en Íslands leikur í dag til úrslita í Baltic Cup. „Úrslitaleikur er úrslitaleikur,“ sagði Einar Örn.
Liðið marði Litháen í vítaspyrnukeppni. „Ég man ekki eftir íslenska landsliðinu í vítakeppni,“ sagði Bragi um málið.
„Það hefur ekki verið mikil stemming í kringum landsliðið, það þarf kraft til að rífa þetta upp.“
Einar Örn vonar að ungir menn í liðinu læri af Jóhanni Berg Guðmundssyni snéri aftur. „Þetta var ekki sannfærandi frammistaða. Jói Berg hefur gengið í gegnum allt með landsliðinu og hefur margt að kenna, vonandi hafa þeir vit á því að hlusta á hann og læra af honum. Það gæti orðið dýrmætt, að ná nokkrum leikjum, hóteli og ferðum með gæa sem hefur farið allan pakkann.“
Umræðan er í heild hér að neðan.