Þeir Mohamed Salah og Sergio Ramos eru búnir að grafa stríðsöxina eftir leik Liverpool og Real Madrid árið 2018.
Salah fór þá meiddur af velli í úrslitaleik Meistaradeildarinnr en hann þurfti að vera það eftir viðskipti við einmitt Ramos.
Leikmennirnir tveir hittust á verðlaunaafhendingu í Dubai fyrir helgi þar sem Salah var kosinn besti leikmaður ársins í boði TikTok.
Salah hefur talað um leikinn árið 2018 sem eitt erfiðasta augnabliks lífs síns en Real vann viðureignina að lokum 3-1.
Þeir virðast hafa náð sáttum miðað við myndbandið sem má sjá hér fyrir neðan.
Mo Salah meets Sergio Ramos 🤝pic.twitter.com/r8mSJM6T1h
— 433 (@433) November 17, 2022