Karim Benzema, leikmaður Frakklands, verður ekki með á HM í Katar.
Þetta er staðfest í kvöld en Benzema tognaði á æfingu Frakklands fyrir helgi og verður frá í dágóðan tíma.
Hann verður ekki hluti af 26 manna hópi liðsins í Katar sem er gríðarlegt áfall fyrir ríkjandi meistara.
Benzema er besti leikmaður heims en hann var valinn sá besti fyrr á þessu ári og fékk Ballon d’Or afhent.
Þetta er í fyrsta sinn síðan 1978 sem besti leikmaður heims missir af keppninni.