Gareth Bale, stjarna Wales, hefur staðfest það að hann verði klár á HM og er leikfær í fyrsta leik liðsins í riðlakeppninni.
Wales spilar sinn fyrsta leik gegn Bandaríkjunum þann 21. nóvember en ýmsir miðlar hafa talað um það að Bale yrði ekki klár í þann slag.
Bale þvertekur fyrir þær sögusagnir en Wales er að spila á HM í fyrsta sinn síðan 1958 og má ekki við því að missa sína stærstu stjörnu.
Meiðsli hafa verið að hrjá Bale á tímabilinu en hann er leikmaður LAFC í bandarísku MLS deildinni.
,,Það eru engin vandamál til staðar. Ég er 100 prósent klár og tilbúinn að spila,“ sagði Bale við blaðamenn.
,,Ef ég þarf að spila 90 mínútur þrisvar sinnum þá geri ég það. Þetta hefur verið erfitt, meira andlega frekar en eitthvað annað.“
,,Ég býst við að þetta hafi verið erfitt fyrir alla undanfarnar þjár eða fjórar vikur, maður heyrir sögur af leikmönnum meiðast og þeir munu missa af HM.“