Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, verður viðstödd opnunarleik Heimsmeistaramótsins í Katar á sunnudag, ásamt tveimur fulltrúum sambandsins.
Þetta segir formaðurinn í samtali við Fréttablaðið.
Heimamenn mæta Ekvador í opnunarleiknum.
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ og Jörundur Áki Sveinsson, yfirmaður knattspyrnumála, verða einnig á svæðinu.
„FIFA er að bjóða knattspyrnusamböndum, þar á meðal KSÍ, á fund í tengslum við mótið sem heitir Fifa Football Summit. Hluti af því er meðal annars opnunarleikur mótsins,“ segir Vanda við Fréttablaðið.
Nánar er rætt við Vöndu hér.