Cristiano Ronaldo talar ekkert smá vel um Lionel Messi í viðtalinu umtalaða við Piers Morgan sem hefur vakið verulega athygli undanfarna daga.
Ronaldo hefur komið með ýmsar sprengjur í þessu viðtali en talar einnig um samband hans við Messi sem er leikmaður Paris Saint-Germain.
Ronaldo og Messi voru lengi taldir tveir bestu leikmenn heims og þá sérstaklega er þeir léku með Real Madrid og Barcelona.
Portúgalinn hefur ekkert nema góða hluti að segja um Messi en viðurkennir að þeir séu ekki ‘vinir’ og að sambandið sé reglulegt.
,,Hann er magnaður leikmaður, töframaður, hann er á toppnum,“ sagði Ronaldo.
,,Sem persóna, við vorum saman á stóra sviðinu í 16 ár, ímyndaðu þér það, 16 ár. Samband okkar er frábært.“
,,Við erum ekki vinir en þegar ég tala um vin þá er það náungi sem er heima hjá þér eða þú talar við hann reglulega í símann. Þetta er maður sem ég virði vegna hvernig hann talar um mig.“
,,Kærasta mín er frá Argentínu, svo það er gott. Hvað get ég sagt meira um Messi? Góður náungi sem gerir allt fyrir fótboltann.“