Real Madrid er ekki hætt að elta varnarmenn Chelsea og mun reyna við goðsögn liðsins í janúarglugganum.
Þetta kemur fram í fétt Futbol Total á Spáni en varnarmaðurinn umtalaði er Cesar Azpilicueta sem er fyrirliði enska liðsins.
Azpilicueta hefur leikið með Chelsea frá árinu 2012 og reyndi að komast til Barcelona í sumar en án árangurs.
Real ætlar nú að freista þess að fá Azpilicueta til liðsins í janúar og eftir HM en Azpilicueta er 33 ára gamall.
Antonio Rudiger yfirgaf Chelsea fyrir Real síðasta sumar og vill spænska liðið nú styrkja bakvarðarstöðuna frekar en miðvörðinn.
Azpilicueta er orðinn hálfgerður varamaður hjá Chelsea og hefur byrjað minna en helming leikja liðsins á tímabilinu.