Lionel Messi, einn besti knattspyrnumaður sögunnar, hefur staðfest það að hann sé við það að leggja skóna á hilluna.
Messi gerði garðinn frægan með Barcelona á Spáni og er af mörgum talinn sá besti frá upphafi. Hann mun leika með Argentínu á HM í Katar.
Messi mun þó ekki spila í mörg ár til viðbótar en þessi 35 ára gamli leikmaður staðfestir það sjálfur.
,,Ég elska fótbolta, ég elska að spila fótbolta og nýt þess mikið. Það eina sem ég hef gert í lífinu er að spila fótbolta,“ sagði Messi.
,,Ég er viss um að það sem ég geri eftir fótboltann mun tengjast íþróttinni en ég veit ekki hvað það verður. Ég tel ekki að ég muni spila mikið lengur.“