Svo gæti farið að Masoun Mount miðjumaður Chelsea yfirgefi herbúðir félagsins næsta sumar.
Ekkert gengur í viðræðum Mount við Chelsea um nýjan og bættan samning. Samningur hans rennur út eftir 18 mánuði.
Mount er í enskum götublöðum í dag orðaður við Liverpool og sagt er að Jurgen Klopp vilji fá hann.
Klopp vill styrkja miðsvæðið hjá sér í næstu gluggum og gæti Mount hentað vel í hans leikstíl.
Juventus er einnig sagt fylgjast með stöðu mála en Mount hefur ekki sýnt sínar bestu hliðar undanfarnar vikur.