Barcelona leitar nú af arftaka Gerard Pique, sem ákvað að leggja skóna á hilluna á dögunum.
Pique er uppalinn hjá Börsungum og hafði leikið mest allan sinn feril með liðinu, fyrir utan stutta dvöl hjá Manchester United er hann var ungur að árum.
Samkvæmt Sport horfir Barcelona til RB Leipzig og á Josko Gvardiol sem hugsanlegan arftaka Pique.
Gvardiol er tvítugur Króati með mikla reynslu þrátt fyrir aldur.
Miðvörðurinn var orðaður við Chelsea í sumar en gerði að lokum nýjan fimm ára samning við Leipzig.
Það þykir þó líklegt að þýska félagið sé til í að selja Gvardiol fyrir rétt verð.