Edu Gaspar hefur fengið stöðuhækkun hjá Arsenal og er nú yfirmaður íþróttamála hjá félaginu.
Brasilíumaðurinn, sem er fyrrum leikmaður Arsenal, hefur gegnt stöðu yfirmanns knattspyrnumála hjá félaginu undanfarin ár við góðan orðstýr.
Nú fær Edu aukna ábyrgð hjá félaginu, tengist hún til að mynda akademíum félagsins.
Það hefur verið í fréttum undanfarið að önnur félög séu farin að gefa Edu gaum og því tryggir Arsenal áframhaldandi veru hans líklega með því að gefa honum þessa stöðuhækkun.
Í samtali við heimasíðu Arsenal segist Edu hlakka til stærra hlutverks hjá félaginu.
We are delighted to announce that Edu Gaspar has been appointed as our first-ever Sporting Director.
— Arsenal (@Arsenal) November 18, 2022