James Maddison þurfti að yfirgefa æfingu enska landsliðsins í Katar í dag. Þetta er annar dagurinn í röð þar sem hann getur ekki tekið þátt í æfingu.
Maddison, sem er leikmaður Leicester, hefur verið að glíma við meiðsli á hné og halda þau áfram að hrá hann.
Kappinn tók þátt í upphitun enska landsliðsins í dag en þurfti svo að hætta vegna meiðslanna.
Þetta er áhyggjuefni fyrir enska landsliðið en Maddison er einn af þeim leikmönnum enska liðsins sem hefur verið í frábæru formi með félagsliði sínu í aðdraganda HM.
Heimsmeistaramótið í Katar hefst á sunnudag með opnunarleik heimamanna gegn Ekvador.
England hefur svo leik á mánudag þegar liðið mætir Íran.