Aðeins sjö prósent Englendinga myndu biðja bólfélaga sinn um pásu í miðju kynlífi til að athuga hver staðan er hjá enska landsliðinu í leik á Heimsmeistaramótinu í Katar.
Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar könnunar sem Paddy Power framkvæmdi.
HM hefst á sunnudag og hefur England leik strax á mánudag, þegar liðið mætir Íran.
Auk þeirra eru Bandaríkin og Wales einnig í riðlinum.
Það eru þó fáir sem munu taka sér pásu í miðju kynlífi til að athuga hver staðan hjá Englandi er, skyldu þeir ákveða að ganga í slík mál yfir höfuð á meðan enska liðið er að spila á stóra sviðinu.
Um daginn fór fram könnun á meðal Englendinga um það hversu margir myndu taka sér veikindadag á meðan HM í Katar stendur.
Þar var talan öllu hærri, en 47% sögðust ætla að gera sér upp veikindi til að missa ekki af leik Englands.