Dusan Vlahovic sér ekki eftir þeirri ákvörðun sinni að ganga í raðir Juventus í janúar á þessu ári.
Hinn 22 ára gamli Vlahovic var einn eftirsóttasti leikmaður heims fyrir um ári síðan, er hann var að raða inn mörkunum fyrir Fiorentina í Serie A.
Framherjinn var hvað helst orðaður við Arsenal og Juventus, en síðarnefnda félagið varð fyrir valinu.
„Það er rétt að það voru mörg önnur félög sem höfðu áhuga. Juventus er samt Juventus, eitt stærsta félag heims,“ segir Vlahovic.
„Mér fannst þetta vera besti kosturinn frá upphafi og ég hef ekki breytt skoðun minni varðandi það.“
Frá komu sinn til Juventus fyrir um tíu mánuðum síðan hefur hinn serbneski Vlahovic skorað sextán mörk í 36 leikjum fyrir Juventus.
Hann undirbýr sig nú af kappi fyrir Heimsmeistaramótið í Katar með serbneska landsliðinu.