Cristiano Ronaldo telur að Manchester United hefði átt að bíða með að láta Ole Gunnar Solskjær fara í fyrra.
Solskjær var rekinn eftir slæmt gengi United í byrjun síðustu leiktíðar. Ralf Rangnick tók við en gengið batnaði ekki.
Ronaldo ræddi þetta í viðtalinu umdeilda við Piers Morgan nýlega.
„Ég elska Solskjær. Mér finnst hann vera algjör toppmaður,“ segir Ronaldo, en Solskjær var við stjórnvölinn þegar Ronaldo sneri aftur til United sumarið 2021.
„Mér fannst hann klárlega vinna gott starf og hann hefði þurft meiri tíma.“
Ronaldo hefur mikla trú á Solskjær og að hann muni snúa aftur í þjálfun á hæsta stiginu.
„Hann verður góður þjálfari í framtíðinni. Ég var mjög ánægður að vinna með honum, þó svo að þetta hafi verið stuttur tími.“