fbpx
Fimmtudagur 06.mars 2025
433Sport

Neville skilur ákvörðun Ronaldo en gagnrýnir tímasetninguna – Útskýrir af hverju

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 17. nóvember 2022 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gary Neville, sparkspekingur og fyrrum leikmaður Manchester United, telur að Cristiano Ronaldo hefði átt að bíða í einn dag með að tilkynna að umdeilt viðtal hans og Piers Morgan væri að koma upp.

Klippur úr viðtalinu hafa verið að birtast síðan á sunnudagskvöldið. Fyrri hluti þess birtist svo í heild í gærkvöldi. Ronaldo fer mikinn í viðtalinu og gagnrýnir United, leikmenn og þjálfara, harðlega.

Sama kvöld og tilkynningin um viðtalið barst sigraði United Fulham á dramatískan hátt, 1-2, þar sem hinn 18 ára gamli Alejandro Garnacho skoraði sigurmarkið.

„Þetta var stór stund fyrir strákinn. Ef ég væri Cristiano Ronaldo hefði ég heyrt í Piers Morgan og beðið með að birta þetta þar til daginn eftir, leyft stráknum að eiga sitt kvöld og fyrirsagnirnar í fyrramálið,“ segir Neville.

Hann segist ekki hafa neitt á móti því að leikmenn fari í viðtöl eins og Ronaldo fór í. „Ég vona að hann hafi valið að fara í þetta viðtal sjálfur en ekki ráðlagt að gera það.

Mér finnst frábært að leikmenn geti svarað fyrir sig. Ef ég gagnrýni leikmann vil ég að hann geti sagt eitthvað til baka við mig. Ég ætla ekki að gagnrýna hann fyrir að fara í viðtalið því ég vil að leikmenn geri meira af þessu.“

„Þetta var samt mikilvægt stund fyrir strákinn og hann hefði átt að bíða með tilkynninguna,“ segir Gary Neville.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Segir að eitt stórt nafn muni fara frá Arsenal í sumar

Segir að eitt stórt nafn muni fara frá Arsenal í sumar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjáðu skelfileg mistök fyrrum leikmanns United í gær

Sjáðu skelfileg mistök fyrrum leikmanns United í gær
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Var leikmaður Liverpool stálheppinn að sleppa í kvöld?

Sjáðu myndbandið: Var leikmaður Liverpool stálheppinn að sleppa í kvöld?
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Allt í uppnámi í Kaupmannahöfn – „Endurspegla ekki okkar gildi“

Allt í uppnámi í Kaupmannahöfn – „Endurspegla ekki okkar gildi“
433Sport
Í gær

Ræddu fyllerí helgarinnar í beinni útsendingu – „Fólk hefur bara áhuga á neikvæðum fréttum“

Ræddu fyllerí helgarinnar í beinni útsendingu – „Fólk hefur bara áhuga á neikvæðum fréttum“
433Sport
Í gær

Samherji Hákons með athyglisverða hegðun í gær – Kyssti andstæðing sinn sem var pirraður

Samherji Hákons með athyglisverða hegðun í gær – Kyssti andstæðing sinn sem var pirraður