Eduardo Camavinga hefur orðið fyrir kynþáttaníði í kjölfar þess að tækling hans á æfingu varð til þess að Christopher Nkunku meiddist og missir af Heimsmeistaramótinu í Katar.
Nkunku, sem er leikmaður RB Leipzig í Þýskalandi, missir af HM með franska landsliðinu vegna hnémeiðsla.
Samkvæmt frönskum miðlum hefur Camavinga í kjölfarið orðið fyrir aðkasti og kynþáttaníði.
Randal Kolo Muani var kallaður inn í leikmannahóp Frakklands í stað Nkunku. Sá spilar með Frankfurt.
Frakkar eru í riðli með Dönum, Áströlum og Túnis á HM.
Mótið hefst á sunnudaginn með opnunarleik heimamanna í Katar og Ekvador.