Hermann Þór Ragnarsson hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild ÍBV og kemur til með að leika með liðinu í Bestu deildinni þegar hún hefst í apríl.
Hermann er 19 ára gamall sóknarmaður sem lék með Sindra í ár og skoraði þar 13 mörk í 19 leikjum.
Frá þessu er greint á vef ÍBV en Hermann er fyrsti leikmaðurinn sem ÍBV fær til sín eftir tímabilið.
Nokkrar breytingar hafa orðið á liði ÍBV en Sito hefur meðal annars yfirgefið herbúðir liðsins og Andri Rúnar Bjarnason er sagður vilja losna frá félaginu.
Hermann Hreiðarsson var að klára sitt fyrsta tímabil sem þjálfari liðsins eftir endurkomu til Eyja.