Lionel Messi mun líklega spila sitt síðasta stórmót fyrir Argentínu er liðið tekur þátt á HM í Katar.
Messi hefur raðað inn mörkum fyrir Argentínu í mörg ár en hann spilaði sinn fyrsta landsleik árið 2005.
Messi er markahæsti leikmaður Argentínu frá upphafi og hefur skorað 91 mark og nú er heimtað að hann nái 100.
Stuðningsmenn Argentínu vilja sjá Messi ná 100 mörkum á HM í Katar og kveðja landsliðið með sigri á HM í fyrsta sinn á hans ferli.
Það eru ekki miklar líkur á að Messi nái að skora níu mörk á HM en hann hefur skorað sex mörk á HM hingað til í 19 leikjum.
Stuðningsmenn Argentínu heimta þó meira á lokamóti leikmannsins en hann hefur skorað 28 mörk í undankeppninni sem er frábær árangur.