Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, er staddur í Litháen með íslenska karlalandsliðinu þessa stundina, þar sem liðið tekur þátt í Eystrasaltsbikarnum. Fréttablaðið segir frá.
Ísland vann Litháehn í gær og heldur til Riga þar sem liðið mætir Lettlandi í úrslitaleik.
Þorsteinn er með í för til að sjá hvað er hægt að bæta hjá kvennalandsliði Íslands. „Ég er að skoða hvort það sé eitthvað sem við getum tekið inn eða gert betur,“ segir Þorsteinn brattur í samtali við Fréttablaðið.
„Mig langaði að fara með og sjá hvernig þeir gera þetta. Maður er alltaf að hugsa nýja hluti og reyna að sjá hvað væri hægt að gera betu
Kvennalandsliðið missti af HM sæti á dögunum eftir grátleg töp gegn Hollandi og síðan Portúgal.