Sadio Mane, leikmaður senegalska landsliðsins, verður ekki með liðinu á HM í Katar.
Þetta var staðfest nú í kvöld en Mane hefur ekki náð að jafna sig af meiðslum sem hann varð fyrir rétt fyrir mót.
Þetta er gríðarlegt áfall fyrir Senegal en Mane er mikilvægasti leikmaður liðsins í sóknarleiknum.
Mane spilar með Bayern Munchen í Þýskalandi en er þekktastur fyrir tíma sinn með Liverpool á Englandi.
Það var vonast eftir því að Mane myndi jafna sig í tæka tíð en því miður verður það ekki raunin.