Cristiano Ronaldo æfir ekki með portúgalska landsliðinu í dag. Liðið undirbýr sig fyrir Heimsmeistaramótið í Katar. Þangað ferðast leikmenn þess síðar í vikunni.
Þessa stundina æfir liðið því í Lissabon en Ronaldo verður ekki með í dag. Hann er sagður vera með magakveisu.
Ronaldo, sem er leikmaður Manchester United, hefur sett allt á hliðina í þessari viku með viðtali sem hann fór í til Piers Morgan.
Þar lætur hann allt og alla hjá United heyra það, þá sérstaklega knattspyrnustjórann Erik ten Hag. Portúgalinn segist ekki bera virðingu fyrir honum.
Þá sakaði Ronaldo fólk innan félagsins um að reyna að bola sér burt.
Fyrri hluti viðtals Morgan við Ronaldo verður birtur í heild í kvöld.