Risastór mynd af Cristiano Ronaldo hefur verið fjarlægð af Old Trafford, heimavelli Manchester United.
Ronaldo, sem er leikmaður félagins, hefur sett allt á hliðina í þessari viku með viðtali sem hann fór í til Piers Morgan.
Þar lætur hann allt og alla hjá United heyra það, þá sérstaklega knattspyrnustjórann Erik ten Hag. Portúgalinn segist ekki bera virðingu fyrir honum.
Þá sakaði Ronaldo fólk innan félagsins um að reyna að bola sér burt.
Fyrri hluti viðtals Morgan við Ronaldo verður birtur í heild í kvöld.
Hér að neðan má sjá þegar myndin af Ronaldo er fjarlægð.
Manchester United have removed a mural containing Cristiano Ronaldo's image from Old Trafford 🏟️ pic.twitter.com/ktpqVXawlJ
— Sky Sports News (@SkySportsNews) November 16, 2022