Christian Eriksen, leikmaður Manchester United, hefur talað vel um knattspyrnustjóra liðsins, Erik ten Hag, sem tók við í sumar.
Ten Hag er ekki vinsæll ef þú ræðir við Cristiano Ronaldo sem hraunaði opinberlega yfir Ten Hag í viðtali við Piers Morgan á dögunum.
Ronaldo segir félagið og Ten Hag hafa svikið sig og sagðist jafnframt ekki bera neina virðingu fyrir Hollendingnum.
Eriksen var spurður út í Ten Hag í gær en hann talaði aðeins vel um sinn nýja stjóra en þeir komu báðir til félagsins í sumar.
,,Það sem ég er mest hrifinn af er hvernig hann vill sjá okkur ávallt sækja, við eigum alltaf að íhuga stöðu okkar í sóknarleiknum. Við eigum aldrei að snúa baki,“ sagði Eriksen.
,,Ég persónulega fylgdi Manchester United í mörg ár eins og margir aðrir, svo ég veit hvað hefur verið í gangi. Það hefur ekkert komið verulega á óvart, ekki ennþá.“