Miðjumaðurinn Fabio Carvalho hefur ákveðið að hafna því að spila fyrir portúgalska landsliðið.
Þetta kemur fram í tilkynningu portúgalska sambandsins en Carvalho er tvítugur að aldri og þykir mikið efni.
Carvalho spilar með Liverpol á Englandi en hann hefur leikið í landinu undanfarin sjö ár og samdi við Fulham 2015.
Carvalho lék með U16, U17 og U18 landsliðum Englands en lék svo fyrir U21 landslið Portúgals.
Það er ekki vilji Carvalho að leika fyrir Portúgal í framtíðinni og setur hann stefnuna á að leika fyrir England.