Stór bjór verður svo sannarlega ekki ókeypis á sérstöku stuðningsmannasvæði fyrir fólk á HM í Katar.
Áfengi er bannað á almannafæri í Katar en vegna mótsins hefur verið sett upp sérstakt svæði þar sem hægt er að fá sér bjór.
Bjórinn kostar þó litlar 2200 krónur og því þarf knattspyrnuáhugafólk að hafa talsvert af fjármunum með sér til að gera vel við sig í drykk.
Pláss er fyrir 40 þúsund stuðningsmenn á svæðinu en búist er við miklum fjölda á hverjum degi á svæðið.
Mótið fer af stað á sunnudag þegar heimamenn í Katar taka á móti Ekvador.