Íslenska karlalandsliðið er komið í úrslitaleik Eystrasaltsbikarsins eftir sigur á Litháen í vítapsyrnukeppni í undanúrslitum í kvöld.
Hér að neðan má sjá einkunnir leikmanna Íslands.
Rúnar Alex Rúnarsson – 7
Átti nokkrar glæfralega sendingar framan af en átti annars flottan leik. Varði besta færi leiksins frá heimamönnum í fyrri hálfleik.
Valgeir Lunddal Friðriksson – 5
Var stundum í vandræðum varnarlega og bauð upp á lítið fram á við.
Sverrir Ingi Ingason – 6
Ágætis leikur hjá Sverri.
Hörður Björgvin Magnússon – 4
Átti ágætis leik en fékk seinna gult fyrir að kasta bolta í andstæðing. Afar óskynsamlegt.
Davíð Kristján Ólafsson – 7
Góður í dag og sérstaklega fram á við.
Birkir Bjarnason – 5 (82′)
Eftir nokkuð slappan fyrri hálfleik var Birkir fínn í þeim seinni.
Þórir Jóhann Helgason (62′) – 6
Fínasti leikur á miðjunni.
Ísak Bergmann Jóhannesson (62′) – 7 – Maður leiksins
Kom sér í góðar stöður og skapaði einnig fyrir liðsfélaga sína. Flottur leikur.
Jóhann Berg Guðmundsson (62′) – 7
Fín frammistaða í endurkomunni. Sýndi tilþrifin sem hann býr yfir inn á milli og skapaði dauðafæri með konfekt-sendingu inn fyrir á Jón Dag.
Hákon Arnar Haraldsson (75′) – 6
Var fínn framan ef en algjörlega týndur í seinni hálfleik.
Jón Dagur Þorsteinsson (75′) – 6
Með sprækari mönnum í fyrri hálfleik en sást lítið í þeim seinni.
Varamenn
Mikael Neville Anderson (62′) – 5
Arnór Sigurðsson (62′) – 5
Andri Lucas Guðjohnsen (62′) – 5
Aðrir spiluðu of lítið til að fá einkunn