Fyrrum knattspyrnumaðurinn Gabby Agbonlahor, sem þekktastur er fyrir tíma sinn hjá Aston Villa, segir að skýr skipting hafi verið á milli leikmanna eftir því hvar þeir spiluðu á sínum tíma í enska landsliðinu.
Agbonlahor spilaði alls þrjá A-landsleiki fyrir hönd Englands á ferlinum. Hann segir að leikmenn sem hafi spilað í bestu liðunum hafi setið saman í mötuneytinu og í rútunni, en að leikmenn sem voru í minni eða miðlungsliðum hafi ekki dottið í hug að sitja með þeim.
Þá segir Agboblahor sögu af því þegar fyrrum landsliðsmaðurinn Phil Jagielka hafi spurði David Beckham spurningu.
„Beckham sat í miðjunni með dagbókina sína og yrti ekki á neinn. Jagielka spurði hann spurningu um Mílanó-nágrannaslaginn. Hann lokaði bókinni sinni. Hann hugsaði örugglega „ertu í alvöru að spyrja mig að þessu? Hann vildi bara vera út af fyrir sig,“ segir Agbonlahor.