Jesse Lingard, leikmaður Nottingham Forest, viðurkennir að hann hafi ekki verið upp á sitt besta áður en hann yfirgaf lið Manchester United.
Lingard leitaði í vínið til að glíma við eigið þunglyndi en hann var lengi varamaður á Old Trafford og fékk fá tækifæri.
Þessi 29 ára gamli leikmaður ákvað loksins að kveðja Man Utd í sumar og gekk í raðir Forest þar sem hlutirnir hafa þó ekki alveg gengið upp.
Það jafnast þó ekkert á við lok Lingard í Manchester en hann átti það til að drekka mikið af áfengi áður en hann hélt í svefn á vikudegi.
,,Það eina sem ég vildi var að sitja heima og drekka örlítið, ég vildi losna við sársaukann,“ sagði Lingard.
,,Ég geri það ekki venjulega en ég var heima og drakk mikið áður en ég fór að sofa… Þá vissi ég að ég væri í slæmri stöðu. Þetta gerðist örfáum sinnum í viku.“