Viðræður Roberto Firmino og Liverpool ganga vel.
Núgildandi samningur sóknarmannsins við enska félagið rennur út næsta sumar. Hann hefur verið orðaður við Juventus, sem og fleiri félög í Evrópu.
Nú eru hins vegar fínar líkur á að hann verði áfram. Sjálfur hefur Firmino mikinn áhuga á að vera áfram í herbúðum Liverpool.
Þá vill Jurgen Klopp, stjóri liðsins, halda honum.
Enn er eitthvað í það að Firmino og Liverpool nái endanlega saman um nýjan samning en bjartsýni er til staðar af beggja hálfu.
Update #Firmino: Been told that talks about a new contract beyond 2023 are progressing very well. But no final steps at this stage. Player can really imagine to extend. Relation with Klopp should be perfect. #LFC @SkySportDE 🇧🇷 pic.twitter.com/csQoCDir4N
— Florian Plettenberg (@Plettigoal) November 15, 2022