Mykhaylo Mudryk hefur verið sterklega orðaður við Arsenal undanfarið og gæti orðið leikmaður félagsins í janúar.
Sem stendur er hinn 21 árs gamli Mudryk á mála hjá Shakhtar Donetsk í heimalandi sínu, Úkraínu.
Kantmaðurinn hefur heillað mikið í haust, þá sérstaklega í Meistaradeild Evrópu.
„Ég fylgist náið með Arsenal. Þeir eru virkilega orkumikið lið,“ segir Mudryk.
„Það kom mér á óvart hversu margir stuðningsmenn Arsenal fylgja mér. Enginn stuðningsmannahópur hefur sent mér jafnmikið og þeir. „komdu til okkar,“ segja þeir við mig.“
Mudryk er til í að fara til Arsenal en þarf að vera viss um að vera fastamaður í liðinu.
„Ef möguleikarnir eru að vera á bekknum hjá Real Madrid eða byrjunarliðsmaður hjá Arsenal myndi ég líklega velja Arsenal. Þjálfarinn þyrfti samt að segja mér að ég fengi tækifæri,“ segir Mudryk.