„Komstu á báti,“ er það sem Cristiano Ronaldo á að hafa sagt við Bruno Fernandes þegar hann mætti til æfinga hjá Portúgal í gær.
Það virtist anda köldu á milli liðsfélaganna frá Manchester United en Ronaldo fór í viðtal við Piers Morgan sem er að gera allt vitlaust.
„Þetta var brandari þeirra á milli, Bruno var einn af þeim síðustu til að mæta og Cristiano spurði hvort hann hefði komið á báti,“ segir Joao Mario samherji þeirra í landsliðinu.
Hann þvertók fyrir að slæmt samband væri þeirra á milli. Klippur úr viðtalinu hafa birst síðustu daga þar sem Ronaldo úthúðar United, Wayne Rooney, Gary Neville, Erik Ten Hag, Glazer fjölskyldunni og fleirum.
Viðtalið hefur vakið gríðarlega athygli og hefur Ronaldo fengið mikla gagnrýni á sig.
Bruno Fernandes and Cristiano Ronaldo at the Portugal national team 😬
via @LuigiDamiao pic.twitter.com/LcpNuXqc92
— utdreport (@utdreport) November 14, 2022