Ensku úrvalsdeildarliðin Arsenal og Liverpool taka þátt á æfingamóti í Dúbaí í desember. Ber það heitið Dubai Super Cup.
Hlé hefur verið gert á ensku úrvalsdeildinni þar til annan í jólum vegna Heimsmeistaramótsins í Katar.
Leikmenn þessara liða sem fara ekki á HM taka þátt á mótinu. Þar verða einnig AC Milan og Lyon.
Arsenal mætir Lyon 8. desember og Milan fimm dögum síðar.
Liverpool mætir Lyon 11. desember og Milan fimm dögum síðar.
Ensku liðin munu ekki mætast innbyrðis á mótinu.