Neymar sýndi ótrúleg tilþrif á æfingu með brasilíska landsliðinu á dögunum.
Þá tók kappinn fullkomlega á móti bolta sem féll úr um 35 metra hæð.
Notast var við dróna til að framkvæma æfinguna.
Þessari stjörnu Paris Saint-Germain var innilega fagnað af liðsfélögum sínum í brasilíska landsliðinu eftir að hafa tekist ætlunarverkið.
Sjón er sögu ríkari. Þessi mögnuðu tilþrif má sjá hér að neðan.
Easy control from 115 feet for Neymar 💫
(via @domingao)pic.twitter.com/urfYlajwKg
— B/R Football (@brfootball) November 14, 2022