Samkvæmt öruggum heimildum 433.is hefur markvörðurinn Sindri Kristinn Ólafsson skrifað undir samning hjá FH.
Sindri kemur til FH á frjálsri sölu frá Keflavík þar sem samningur hans var á enda.
Sindri er fyrsti leikmaðurinn sem Heimir Guðjónsson fær til FH en hann var ráðinn þjálfari liðsins í síðustu viku.
Sindri er fæddur árið 1997 en hann spilaði 25 leiki fyrir Keflavík í Bestu deildinni í sumar og stóð sig með miklum ágætum.
FH ákvað að endursemja ekki við Gunnar Nielsen sem hefur yfirgefið félagið. Atli Gunnar Guðmundsson varði mark FH seinni hluta tímabilsins og verður áfram hjá félaginu.
Sindri var í landsliðshópi Íslands sem mætti Sádí Arabíu og Suður-Kóreu á dögunum en kom þó ekki við sögu í þeim leikjum.