„Af hverju eru að gera þetta?,“ spurði Piers Morgan þegar hann settist niður með Cristiano Ronaldo í síðustu viku.
Margir spyrja sig að þessari sömu spurningu enda hefur viðtalið sem enn á eftir að birtast í heild vakið mikla athygli.
Morgan og Ronaldo eru miklir vinir og hefur þessi þekkti fjölmiðlamaður verið eins og talsmaður Ronaldo í mörg ár.
„Ég geri þetta af því að ég kann vel við þig, það er nú bara einfallt,“ segir Ronaldo og brosir.
Viðtalið mun birtast í heild á miðvikudag og fimmtudag en ljóst er að margt áhugavert á eftir að koma fram í því.
BREAKING: Ronaldo’s most incendiary statement yet. pic.twitter.com/ni19bBiomt
— Piers Morgan (@piersmorgan) November 15, 2022